Clicks7

Rósakransin - Kvalarfullu Leyndardómar (ext. version)

1. Kristur á Olífufjallinu Heil vert þú María full náðar, Drottinn er með þér. Blessuð ert þú meðal kvenna og blessaður ere ávöxtur kviðar þíns Jesús …. hann sem fyrir oss sveittist blóði. 2. …More
1. Kristur á Olífufjallinu Heil vert þú María full náðar, Drottinn er með þér. Blessuð ert þú meðal kvenna og blessaður ere ávöxtur kviðar þíns Jesús …. hann sem fyrir oss sveittist blóði. 2. Húðstrýkingin Heil vert þú María full náðar, Drottinn er með þér. Blessuð ert þú meðal kvenna og blessaður ere ávöxtur kviðar þíns Jesús, hann sem fyrir oss var húðstýktur. 3. Þyrnikórónan Heil vert þú María full náðar, Drottinn er með þér. Blessuð ert þú meðal kvenna og blessaður ere ávöxtur kviðar þíns Jesús, hann sem fyrir oss var krýndur þyrnum. 4. Jesús ber krossinn Heil vert þú María full náðar, Drottinn er með þér. Blessuð ert þú meðal kvenna og blessaður ere ávöxtur kviðar þíns Jesús, hann sem fyrir oss bar hinn þunga kross. 5. Krossfestingin Heil vert þú María full náðar, Drottinn er með þér. Blessuð ert þú meðal kvenna og blessaður ere ávöxtur kviðar þíns Jesús, hann sem fyrir oss var krossfestur. Heil Sért þú, drottning, móðir miskunnarinnar, lífs yndi og von vor, heil sért þú. Til þín hrópum vér, útlæg börn Evu. Til þín andvörpum vér, stynjandi og grátandi í þessum táradal. Talsmaður vor, lít þú miskunnarríkum augum þínum til vor og sýn þú oss, eftir þennan útlegðartíma, Jesú, hinn blessaða ávöxt lífs þíns, milda, ástríka og ljúfa María mey. Bið þú fyrir oss, heilaga Guðsmóðir. Svo að vér verðum makleg fyrirheita Krists. Amen. Memorare Mildiríka María mey, minnst þú þess, að aldrei hefur það komið fyrir, að nokkur maður hafi árangurslaust snúið sér til þín og ákallað hjálp þína og árnaðarbænir. Til þín sný ég mér því með fullu trúnaðartrausti, móðir mín og meyjan öllum meyjum æðri; til þín kem ég, frammi fyrir þér stend ég, aumur syndari. Móðir eilífa Orðsins, fyrirlít þú ekki bæn mína, heldur veit þú mér áheyrn og bænheyr mig. Amen. Bið þú fyrir oss, heilaga Guðsmóðir. Svo að vér verðum makleg fyrirheita Krists. Amen. María, getin syndlaus, bið þú fyrir oss, sem á náðir þínar leitum. Amen.